cv

Borghildur Óskarsdóttir, fædd í Reykjavík árið 1942

Borghildur fór í Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1959 og síðan stundaði hún nám við The Edinburgh College of Art og vann þar á mótunar- og keramikverkstæðunum skólans.

Árið 1973 lauk Borghildur myndlistakennaraprófi frá M.H. og frá 1973 til 1984 vann hún við myndlistarkennslu, fyrst við Hvassaleitisskóla síðan Myndlistaskólann í Reykjavík, var þar við kennslu frá 1974 til 1984.

Árið 1980 eignaðist hún verkstæði og fór að vinna stóra skúlptúra og tilraunir með gler og leir. Fyrsta einkasýningin var í Ásmundarsal 1983; litlar myndir úr leir, steinum og gleri. Myndir frá þessari sýningu rötuðu í amerískt keramiktímarit og í framhaldinu var henni boðin þátttaka í alþjóðlegu keramik symposium í Tennessee 1985. Eftir það og til ársins 1995 vann hún á ýmsum verkstæðum í Evrópu og í Kanada. Undanfarin tuttugu ár hefur Borghildur unnið út frá sögum um forfeður sína og sveitirnar, þorpin og þá náttúru sem þeir bjuggu við. Hún safnar heimildum, ljósmyndar sögustaði, vinnur bókverk og innsetningar. Samhliða þessum verkefnum vinnur hún áfram leirverk, en nú eingöngu handgerðar keramikskálar. Hafa skálarnar iðulega verið hluti af innsetningum hennar.

Einkasýningar

UMHVERFISMAT vegna Skarðssels við Þjórsá, Ráðhúsi Reykjavíkur, 2016

ÞRÆÐIR Á LANDI I, Borgarbókasafni, 2014

ÞRÆÐIR Á LANDI II, Rangárvellir og Landsveit, umhverfisverk frá 2014

ALBÚM MAGNÞÓRU, Laufásvegi 3, umhverfisverk frá 2013

SLÓÐ, Hellisskógi við Selfoss, fjórar OPNUR við göngustíg, umhverfisverk frá 2009

ER OKKAR VÆNST?, Listasafn Árnesinga, Hveragerði, 2008

OPNUR, Listasafn ASÍ, Reykjavík, 2007

JÖRÐIN, Listasafn ASÍ, Reykjavík, 2000

HVERJIR ERU ÞESSIR ÍSLENDINGAR, Listasafn ASÍ, Reykjavík, 1997

FARTESKI, Listasafnið á Akureyri, 1994

ART – FRAGILE – HANDLE WITH CARE, Banff Centre for the Arts Kanada, 1993

HRINGSJÁR, Straumi, Hafnarfirði, 1992

STOÐIR, Kjarvalsstöðum, Reykjavík, 1991

STÓLAR, Gallerí Nýhöfn, Reykjavík 1988

FORM, Gallerí Svart á hvítu, Reykjavík, 1987

FORM, Gallerí Langbrók, Reykjavík, 1984

SJÁLFSMYND, Ásmundarsalur, Reykjavík, 1983


Nokkrar Samsýningar

HÉR OG NÚ, 30 ÁRUM SÍÐAR, Kjarvalsstöðum 2015, SÆNG MEÐ GÖMLU VERI (video)

UNDIR BERUM HIMNI Reykjavík 2013, ALBÚM MAGNÞÓRU (16 ljósmyndir/ álplötur)
FERJUSTAÐUR í Hellisskógi 2009, SLÓÐ (fjórar opnur við göngustíg)
PÓLÍS. BWA-Galerie Sztuki Wspótczesnej- Wroclaw Póllandi 2004, SPECIAL_OFFER
FERÐAFUÐA. farandsýning á Íslandi 2001-2004
MHR-30 (30 ára afmæli MHR) í Listasafni Reykjavíkur 2002, MYNSTUR Í MÓÐURÆTT
STRANDLENGJAN á suðurströnd Reykjavíkur 1998-2000, NÁTTÚRA (náttúra)
LAND-ART við Rauðavatn 2000, SUMARHÚS
LAND, listasafninu á Selfossi 1999, AÐGÁT
PURITY OF FORM Frank Bustamante Gallery, New York 1992
CONFIGURA, Erfurt, Germany 1991
NORD FORM 90, Malmö 1990, stólar
ROSTOCK BIENNALE Austur Þýskalandi 1989
5 DIMENSIONER, Röhsska Gautaborg og Norðurlandahúsið í Færeyjum. 1988
HOMAGE The Edinburgh College of Arts 1987
HÉR OG NÚ Kjarvaldsstöðum 1985
NORRÆNAR KONUR (farandsýning á Norðurlöndum) 1979-82
“kvennasýning” í Ásmundarsal 1980RÓSIR, LOFT OG VATN,

Verk á opinberum stöðum (keypt/uppsett árið):

ÚTSÝNI KBbanki (2005)
STJÖRNUSÖGUR Grafarvogslaug, Reykjavík (2003)
SUMARHÚS við Rauðavatn, Reykjavík (2000)
NÁTTÚRA á suðurströnd Reykjavíkur (1998)
LEIKUR Íþróttahúsið á Ísafirði
LANDNEMINN Markeville safnið í Alberta Kanada (1995)
FARTESKI (hluti-VÆNGUR) Listasafn Reykjavíkur 
MINNISVARÐI UM LÍF. Fossvogskirkjugarður (1995)
FARTESKI (hluti-ART) Listasafnið á Akureyri (1994)
LAGARFLJÓTSORMUR, þjálfunarstöð, Egilsstöðum (1992)
SVÖRTUMIÐ Lögreglustöðin í Reykjavík (1989)
Á FERÐ (2) Hótel Loftleiðir Reykjavík (1993)
TVÍUND Stjórnsýsluhúsið á Isafirði
EYLAND og SKUGGASKJÓL Mjólkurstöðin í Reykjavík (1988)
LEYSINGI Útvarpshúsið í Reykjavík (1988)
NAFNLAUST Listasafn Watbrzychborgar í Póllandi (1987)
NAFNLAUST Hornbrekka Ólafsfirði (1985)
Á FERÐ (1) Tennesee State Museum USA (1985)


Störf tengd myndlist:

Bók um frístundamálarann Ragnar Bjarnason 2005
Sýning á verkum Ragnars Bjarnasonar, á Verkstæðinu 2004
Sýningarstjórn Róskusýningar á vegum Menningarborgarinnar 2000
Sýningarstjórn Strandlengjunnar MHR 1996-98
Stjórn Myndhöggvarafélagssins 1995-99
Dómnefnd vegna útilistarverks á Seyðisfirði 1993
Stjórn listskreytingasjóðs 1990-92
Stjórn Myndlistaskólans í Reykjavík frá 1982-94
Kennari við Myndlistaskólann í Reykjavík 1974-84
Myndmenntakennari við Hvassaleitisskóla 1973-76

Félagi í
PÓLÍS, félagi um sýningarhald og kynningu á myndlist.
Nýlistasafnininu
MHR Myndhöggvarafélaginu í Reykjavík
SÍM
 Sambandi íslenskra myndlistarmanna

Myndlistarnám

Myndlista og handíðaskóli Íslands, kennaradeild 1971-73.
The Edinburgh College of Art, Skotlandi 1961-63
Myndlista og handíðaskóli Íslands 1959-60