UMHVERFISMAT

Umhverfismat vegna Skarðssels við Þjórsá /

Environmental Assessment in regards to Skarðssel by Þjórsá

 Texti HS                                                      English VÓ

Sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur 27. ágúst – 11. sept. 2016

Umhv.mat

img_0032-copy

Version 2

img_0465-Syning_Radhus

screen-shot_hluti

_mg_0117-copy

Skarðssel við Þjórsá 17. júlí 2016

Búskaparþula

Þau byggðu kot og hófu búskap milli lækja í landi Merkur sex ár þar og fæddust börn á ári hverju en dóu þrjú fluttu svo í Stóra-Klofa áttu fleiri börn sem lifðu önnur undir þekju hurfu svo skreið sandur ofanfrá Hekla átti hulu þá eyddi gróðri gárinn fjárinn þá þau eftir tíu árin fluttu bæinn endurbyggðu á betri stað næsta sumar litlu börnin léku sér í sólskini en kjölfarið var frostavetur stormur svartur yfirlagðist verri en áður jörðin hörð á fellivori hrundi féð og kúnni slátrað soðin saddi maga tóma hjónin buguð hugur þungur leita hælis börnum sínum yfirgefa bæinn nýja flýja sjálf í vinnumennsku vestur út og yfir ár  en fljótlega það kom í ljós þau illa þoldu aðskilnaðinn lögðu aftur undir fót landið komu í sína sveit til baka fengu leyfi þar að nota bæinn yfirgefna gamla Skarðssel en þar var aðeins eftir opinn skúti rúmlengd ein hlóðu vegg og vatnsból fundu gerðu samning fengu hryssu byggðu fjós og keyptu kú náðu börnum til sín aftur nema einu því að fóstran ekki vildi frá sér láta unga snót síðan átta árum seinna gárinn aftur setti spor Litlulækir lautir allar sandi orpnar sléttfullar þá niður tóku þil og rafta fluttu burt og búpeninginn út á bakka Þjórsár græna líkn þar fengu vatn að drekka hlóðu veggi endurgerðu stofu skemmu Skarðsselið en tveimur árum seinna í ágúst náttúran þeim fleira sýndi skyndilega á rönd sig jörðin reisti breytti öllum húsum í hrærigraut en þakka ber það kraftaverki að björguðust bæði menn og kýr aftur húsin upp þau hlóðu byggðu bjuggu næstu ár en fengu svo hjá sínum syni í Skarfanesi og spúsu hans í skjóli að njóta ævikvöldsins og barnabarna sinna.

                                                                                                             B.Ó. 2016

Heimildir: Endurminningar Finnboga Höskuldssonar, bónda í Skarfanesi, f. 1870, d. 1950.

Í þulunni er sagt frá foreldrum Finnboga, Höskuldi Jónssyni og Arndísi Magnúsdóttur, bæði fædd árið 1835. Þau bjuggu alla sína búskapartíð í Landsveit, eignuðust fjórtán börn en sjö þeirra náðu fullorðinsaldri.