SÆNG MEÐ GÖMLU VERI

Sæng með gömlu veri / Duvet in an old cover

L1002500_(800pix)bv“Hér og nú 30 árum seinna”  Sýning á Kjarvaldstöðum 2015

Video (13:30 min.) Myndataka: Mörk á Landi, 7. júlí 2015. Texti rennur upp myndflötinn út allt videóið.

Textinn er úr handriti / uppskriftarbók Rangárvallasýslu frá 1859. Allar eigur búsins í Mörk á Landi, stórar og smáar voru uppskrifaðar og metnar til fjár eftir fráfall Jóns Finnbogasonar bónda þar. Þetta var gert samkvæmt lögum og venjum þess tíma. Síðan var eignunum skipt milli erfingja.

Úr búi forfeðranna:

… reiðskjótar, sálmar og sængur
meisar, keröld og ket
klifberar, snemmborinn kálfur
stafgólf og silunganet …

B.Ó. 2015

English: Video: Duvet in an old cover  Mörk on Land 7. júlí 2015 (13:30 min.) Text: All of the farmers possessions after death of Jón Finnbogason in1859.