SLÓÐ

Slóð í Helluskógi

Verkið Slóð er í Hellisskógi, við gönguslóða sem liggur bugðóttur inní skóginn, unnið 2009 fyrir sýninguna Ferjustaðir. Verkið samanstendur af 4 bókaropnum, sem liggja ein eftir aðra, inn eftir gönguslóðanum.

Á hverri opnu er ævisaga einnar manneskju: annars vegar texti, hins vegar kort sem sýnir ferðir fólksins um Ölfus, Flóa, Þingvallasveit og höfuðborgarsvæðið. Fólkið sem sagt er frá tengist fjölskylduböndum en er sitt af hverri kynslóð. Á fremstu opnunni er sagt frá Bjarna, afa mínum, sem var fæddur 1879. Á næstu opnu er móðir hans, Róbjörg, síðan amma Bjarna í föðurætt, Margrét og að lokum Ólafur langafi Bjarna í móðurætt, f. 1741 og er hann lengst inní skóginum. Líf hvers og eins er auðvitað sérstakt en eitt af því sem þau eiga sameiginlegt er að þau fóru yfir Ölfusá einhvern tímann á ævinni, með ferju nema Bjarni sem fór yfir á brúnni. Hver opna samanstendur af tveimur þunnum álplötum sem eru 60 x 60 cm. Myndirnar prentað beint á álplöturnar. Plöturnar festar á undirstöður sem stungið er niður í jörðina.