Albúm Magnþóru

Albúm Magnþóru

Ég var svo heppin að fá lánað gamla albúmið hennar Magnþóru, með ljósmyndum sem teknar voru í garðinum við húsið mitt no. 3 við Laufásveg á árunum 1920 – 1946. Fólkið er meðvitað um myndatökuna, það er uppstillt og horfir beint í ljósopið og til okkar.

SAGAN

Árið 1917, þegar Magnþóra flutti á Laufásveg 3 var hún 26 ára einstæð móðir, lærð hárgreiðslukona. Foreldrar hennar, Magnús Gunnarsson skósmiður og kona hans Þóra Ólafsdóttir, höfðu keypt húsið þetta vor. Áður höfðu þau átt heima í Miðstræti 10, ásamt Guðlaugu eldri dóttur þeirra og manni hennar, Bjarna frá Vogi. Magnþóra kynntist eiginmanni sínum Guðmundi Guðmundssyni kaupmanni um 1920 og flutti hann til fjölskyldunnar á Laufásveg 3. Magnþóra lést 3. maí árið 1954

 

VERKIÐ

15 myndir með texta prentað á ál, fest á garðvegg við Laufásveg 3. Húsið er hluti af litlu þorpi; þéttri byggð ólíkra húsa sem enn í dag er að mestu eins og það var í upphafi. Textinn er eftir Borghildi Óskarsdóttur, ritaður í orðastað Magnþóru.

Gömul saga er dregin fram í dagsljósið, sett á stall og tengd við umhverfi sitt í nútímanum. Heimildir um fólk og atburði eru fengnar frá yngstu langafa og langömmu börnum þeirra Magnúsar og Þóru, Sveindísi og Guðlaugu. Einnig eru heimildir úr gömlum skjölum.